148. löggjafarþing — 75. fundur.
þjóðarsátt um bætt kjör kvennastétta, frh. síðari umræðu.
þáltill. ÞorstV o.fl., 50. mál. — Þskj. 50, nál. m. brtt. 1066 og 1173.

ATKVÆÐAGREIÐSLA

[18:59]

[18:55]
Þorsteinn Víglundsson (V) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegur forseti. Við greiðum atkvæði um þingsályktunartillögu til að taka á þeim þætti sem skýrir hvað best launamun kynjanna á íslenskum vinnumarkaði, þ.e. hversu kynskiptur hann er og hversu kerfisbundið kvennastéttir eru lægra launaðar á vinnumarkaði þegar tekið er tillit til menntunar og ábyrgðar. Fyrir okkur liggja tvær breytingartillögur. Annars vegar er það breytingartillaga minni hlutans sem er minni háttar breyting frá upprunalegri þingsályktunartillögu. Ég styð hana. Breytingartillaga meiri hlutans í þessu máli, og mér þykir leitt að ekki hafi náðst samstaða í nefndinni um málið í heild, bætir að mínu viti engu við það sem þegar er gert á vinnumarkaði því að gert ráð fyrir að vinna greiningu á kynbundnum launamun, sem unnin er reglulega af Hagstofu Íslands, og hins vegar að horfa til reynslunnar af starfsmati sveitarfélaga, sem er annað orð yfir jafnlaunavottun sem þegar hefur verið lögbundin á vinnumarkaði. Ég tel því lítið gagn að þeirri breytingartillögu og þar af leiðandi af þingsályktunartillögunni verði hún samþykkt í þeirri mynd. Ég hvet þingheim eindregið til að sýna samstöðu um að taka á kynbundnum launamun á vinnumarkaði með samþykki tillögu minni hlutans.



[18:56]
Guðmundur Andri Thorsson (Sf) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegur forseti. Hér á landi ríkir markvisst vanmat á framlagi kvenna, réttindum kvenna, störfum kvenna og menntun kvenna. Þessi tillaga er djörf og róttæk tilraun til að ráðast að rótum þess vanda. Ég tel að breytingartillaga hv. meiri hluta nefndarinnar sé til þess fallin að drepa málinu á dreif. Þar er ekki einu sinni minnst á kvennastéttir. Ég hvet þingheim til að fella þá breytingartillögu en styðja breytingartillögu minni hluta nefndarinnar.



[18:57]
Andrés Ingi Jónsson (Vg) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegur forseti. Stundum held ég að fólk sitji heima í stofu og skilji ekki alveg hvað við erum ósammála um því að hér stendur allur þingheimur að tillögum sem ganga út á að við ráðumst í aðgerðir til að bæta kjör kvennastétta. Eini munurinn er sá að fulltrúar minni hlutans vilja að Bjarni Benediktsson leiði vinnu í átt að þjóðarsátt í þeim efnum á meðan við í meiri hlutanum bendum á praktískt verkfæri, starfsmatið, sem er ekki það sama og jafnlaunavottunin heldur miklu öflugra tól sem kafar ofan í launasetningu stórra eininga eins og Reykjavíkurborgar. Það er því að þakka að launamunur kynjanna er nánast horfinn úr borginni og við viljum að því tæki sé beitt hjá ríkinu. Ég vil að meirihlutatillagan hljóti brautargengi af því það er miklu meira kjöt á þeim beinum.



Brtt. í nál. 1066 felld með 34:28 atkv. og sögðu

  já:  AFE,  AKÁ,  ÁÓÁ,  BergÓ,  BirgÞ,  BLG,  GBr,  GIK,  GuðmT,  GBS,  HallM,  HKF,  HVH,  IngS,  JÞÓ,  JSV,  KGH,  LE,  OH,  ÓÍ,  SEÞ,  SDG,  SPJ,  SMc,  ÞKG,  ÞorS,  ÞorstV,  ÞSÆ.
nei:  AIJ,  ATG,  ÁsgG,  ÁslS,  ÁsmD,  ÁsF,  BÁ,  BjG,  BjarnB,  BHar,  BN,  GÞÞ,  HSK,  HarB,  KEH,  KJak,  KÓP,  KÞJ,  LA,  LRM,  LínS,  NF,  ÓGunn,  ÓBK,  PállM,  RBB,  SIJ,  SJS,  SÞÁ,  SSv,  VilÁ,  WÞÞ,  ÞórdG,  ÞórE.
1 þm. (SÁA) fjarstaddur.
1 þm. gerði svofellda grein fyrir atkvæði sínu:

[18:59]
Þorsteinn Víglundsson (V):

Virðulegur forseti. Ég verð að lýsa vonbrigðum mínum með, ég myndi segja kjarkleysi þingsins til að taka raunverulega á þeim vanda sem hér er við að etja. Ég ítreka fyrri orð mín um að ég telji breytingartillögu meiri hlutans litlu bæta við það sem þegar er gert á vinnumarkaði í þeim efnum, en hversu veikburða sem hún er styð ég að sjálfsögðu allar tilraunir til að eyða kynbundnum launamun á vinnumarkaði og greiði því atkvæði með henni.



Brtt. í nál. 1173 (ný tillgr.) samþ. með 34:28 atkv. og sögðu

  já:  AIJ,  ATG,  ÁsgG,  ÁslS,  ÁsmD,  ÁsF,  BÁ,  BjG,  BjarnB,  BHar,  BN,  GÞÞ,  HSK,  HarB,  KEH,  KJak,  KÓP,  KÞJ,  LA,  LRM,  LínS,  NF,  ÓGunn,  ÓBK,  PállM,  RBB,  SIJ,  SJS,  SÞÁ,  SSv,  VilÁ,  WÞÞ,  ÞórdG,  ÞórE.
nei:  AFE,  AKÁ,  ÁÓÁ,  BergÓ,  BirgÞ,  BLG,  GBr,  GIK,  GuðmT,  GBS,  HallM,  HKF,  HVH,  IngS,  JÞÓ,  JSV,  KGH,  LE,  OH,  ÓÍ,  SEÞ,  SDG,  SPJ,  SMc,  ÞKG,  ÞorS,  ÞorstV,  ÞSÆ.
1 þm. (SÁA) fjarstaddur.

Fyrirsögn samþ. án atkvgr.

Till., svo breytt, samþ. með 62 shlj. atkv. og sögðu

  já:  AFE,  AIJ,  AKÁ,  ATG,  ÁÓÁ,  ÁsgG,  ÁslS,  ÁsmD,  ÁsF,  BergÓ,  BÁ,  BirgÞ,  BjG,  BjarnB,  BLG,  BHar,  BN,  GBr,  GÞÞ,  GIK,  GuðmT,  GBS,  HSK,  HallM,  HKF,  HarB,  HVH,  IngS,  JÞÓ,  JSV,  KEH,  KGH,  KJak,  KÓP,  KÞJ,  LA,  LRM,  LínS,  LE,  NF,  OH,  ÓGunn,  ÓÍ,  ÓBK,  PállM,  RBB,  SEÞ,  SDG,  SIJ,  SPJ,  SMc,  SJS,  SÞÁ,  SSv,  VilÁ,  WÞÞ,  ÞKG,  ÞorS,  ÞorstV,  ÞórdG,  ÞSÆ,  ÞórE.
1 þm. (SÁA) fjarstaddur.