149. löggjafarþing — 33. fundur.
Frestun á skriflegum svörum.
viðskiptaþvinganir gagnvart Rússlandi, fsp. KGH, 150. mál. — Þskj. 150.
íslenskir ríkisborgarar á Bretlandi og útganga Bretlands úr Evrópusambandinu, fsp. JSV, 239. mál. — Þskj. 254.

[15:01]
Forseti (Steingrímur J. Sigfússon):

Borist hafa tvö bréf frá utanríkisráðherra þar sem óskað er eftir fresti til að veita skrifleg svör við fyrirspurnum á þskj. 150, um viðskiptaþvinganir gagnvart Rússlandi, frá Karli Gauta Hjaltasyni, og á þskj. 239, um íslenska ríkisborgara á Bretlandi og útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu, frá Jóni Steindóri Valdimarssyni.