149. löggjafarþing — 54. fundur.
varamenn taka þingsæti.

[15:08]
Forseti (Steingrímur J. Sigfússon):

Líkt og tilkynnt var á vef Alþingis tók Jóhanna Vigdís Guðmundsdóttir sæti á Alþingi þriðjudaginn 15. janúar 2019 sem varamaður fyrir Ágúst Ólaf Ágústsson og vék þá Ellert B. Schram af þingi sem varamaður fyrir hann.

Þá barst bréf frá formanni þingflokks Pírata um að Helgi Hrafn Gunnarsson geti ekki sinnt þingstörfum á næstunni. Líkt og tilkynnt var á vef Alþingis tók Sara Elísa Þórðardóttir, 2. varamaður á lista Pírata í Reykv. n., sæti sem varamaður fyrir hann 15. janúar sl., en 1. varamaður hefur boðað forföll.

Jóhanna Vigdís Guðmundsdóttir og Sara Elísa Þórðardóttir hafa áður tekið sæti á Alþingi og eru boðnar velkomnar til starfa að nýju.

Borist hafa bréf frá Þórhildi Sunnu Ævarsdóttur, Loga Einarssyni og Birgi Þórarinssyni um að þau geti ekki sinnt þingstörfum á næstunni þar sem þau verði fjarverandi í opinberum erindum.

Í dag, mánudaginn 21. janúar, taka því sæti á Alþingi sem varamenn fyrir þau 1. varamaður á lista Pírata í Reykv. s., Olga Margrét Cilia, 2. varamaður á lista Samfylkingarinnar í Norðaust., Bjartur Aðalbjörnsson, en 1. varamaður hefur boðað forföll, og 1. varamaður á lista Miðflokksins í Suðurk., Elvar Eyvindsson.

Olga Margrét Cilia og Elvar Eyvindsson hafa áður tekið sæti á Alþingi og eru boðin velkomin til starfa að nýju.