149. löggjafarþing — 119. fundur.
skyldutrygging lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða, frh. 3. umræðu.
stjfrv., 891. mál (nýting séreignarsparnaðar). — Þskj. 1464.

ATKVÆÐAGREIÐSLA

[15:06]

Frv.  samþ. með 56 shlj. atkv. og sögðu

  já:  AFE,  AIJ,  AKÁ,  ATG,  ÁÓÁ,  ÁslS,  ÁsmD,  ÁsF,  BÁ,  BirgÞ,  BjarnB,  BLG,  BHar,  BN,  GBr,  GÞÞ,  GIK,  GuðmT,  GBS,  HSK,  HallM,  HKF,  HarB,  HVH,  HHG,  IngS,  JÞÓ,  JSV,  KGH,  KJak,  KÓP,  KÞJ,  LA,  LRM,  LínS,  LE,  NTF,  ÓGunn,  ÓÍ,  ÓBK,  PállM,  RBB,  SDG,  SÁA,  SPJ,  SilG,  SMc,  SÞÁ,  SSv,  VilÁ,  WÞÞ,  ÞorS,  ÞorstV,  ÞórP,  ÞórdG,  ÞSÆ.
7 þm. (BergÓ,  BjG,  JónG,  OH,  SIJ,  SJS,  ÞKG) fjarstaddir.
1 þm. gerði svofellda grein fyrir atkvæði sínu:

[15:04]
Birgir Þórarinsson (M):

Herra forseti. Í fjárlögum fyrir 2019 lagði ríkisstjórnin til að fella niður ákvæði um að hægt væri að nýta séreignarsparnað til að greiða niður húsnæðislán og inn á íbúðarkaup. Miðflokkurinn flutti breytingartillögu við fjárlögin þess efnis að þetta ákvæði yrði áfram í gildi. Ríkisstjórnin felldi þá breytingartillögu. Þá flutti Miðflokkurinn lagafrumvarp sama efnis sem ekki hefur fengið hér afgreiðslu.

Ég fagna þessum sinnaskiptum ríkisstjórnarinnar, að hún skuli nú taka tillögum Miðflokksins svona vel, og ákveða að framlengja þetta ákvæði. [Hlátur í þingsal.] Þetta er hluti af skuldaleiðréttingunni sem er ein besta efnahagsaðgerð heimilanna til síðari ára. (Gripið fram í: Jæja.)