150. löggjafarþing — 39. fundur.
skráning einstaklinga, frh. 3. umræðu.
stjfrv., 101. mál (heildarlög). — Þskj. 609.

ATKVÆÐAGREIÐSLA

[14:34]

Frv.  samþ. með 51 shlj. atkv. og sögðu

  já:  AIJ,  AKÁ,  ÁÓÁ,  ÁslS,  ÁsF,  BÁ,  BirgÞ,  BjG,  BjarnB,  BLG,  BHar,  BN,  GBr,  GuðmT,  HSK,  HKF,  HarB,  HVH,  HHG,  IngS,  JónG,  JÞÓ,  JSV,  JÞÞ,  KGH,  KÓP,  KÞJ,  LA,  LRM,  LínS,  LE,  NTF,  OH,  ÓGunn,  ÓÍ,  ÓBK,  PállM,  SDG,  SPJ,  SilG,  SJS,  SÞÁ,  UnaH,  VilÁ,  WÞÞ,  ÞKG,  ÞorS,  ÞorstV,  ÞórP,  ÞórdG,  ÞSÆ.
12 þm. (ATG,  ÁsmD,  GÞÞ,  GIK,  GBS,  HallM,  KJak,  MH,  SÁA,  SIJ,  SMc,  SSv) fjarstaddir.
1 þm. gerði svofellda grein fyrir atkvæði sínu:

[14:33]
Helgi Hrafn Gunnarsson (P):

Virðulegur forseti. Ég fagna því að þetta mál sé að verða að lögum, að aðeins sé verið að taka til í því hvernig við á Íslandi höfum farið með persónuupplýsingar í þjóðskrá. Mér finnst þó þurfa að nefna að það þurfti útlendinga í Evrópusambandinu til að hér kæmust á persónuverndarlög sem myndu knýja það fram að við hysjuðum aðeins upp um okkur buxurnar í þessum málum og gera þær betrumbætur sem hafa verið gerðar hér í dag.

Að því sögðu vona ég að þær verði fleiri í framtíðinni. Að mínu mati er þjóðskrá bæði notuð of mikið, upplýsingum úr henni er deilt of mikið og ekki af nógu góðum ástæðum þannig að ég vona að eftir því sem fram líði stundir átti fólk sig á því meira og meira hér á Íslandi að eins gagnleg og þjóðskráin er sé hún gagnleg bæði til málefnalegra og ómálefnalegra afskipta. Jafnvægið þar verður aldrei fullkomið og betur má ef duga skal.