150. löggjafarþing — 134. fundur.
afbrigði um dagskrármál.

ATKVÆÐAGREIÐSLA

[15:04]

Of skammt var liðið frá útbýtingu 3. dagskrármáls. — Afbrigði samþ. án atkvgr.

[15:03]
Forseti (Steingrímur J. Sigfússon):
Bráðabirgðaútgáfa.

Forseti hyggst nú leita afbrigða fyrir því að taka megi 3. dagskrármálið á dagskrá en því var útbýtt eftir 1. apríl og ekki er liðinn sá frestur sem 3. mgr. 37. gr. þingskapa áskilur, þ.e. svokölluð fimm daga regla er ekki uppfyllt. Auk þess eru ekki liðnar tvær nætur frá útbýtingu frumvarpsins, samanber 1. mgr. 37. gr. þingskapa. Hér er um að ræða frumvarp sem flutt er af atvinnuveganefnd.

Í ljósi aðstæðna óskar forseti eftir því að afbrigðin verði veitt án atkvæðagreiðslu, samkvæmt heimild í 1. mgr. 80. gr. þingskapa, ef enginn hreyfir andmælum.

Enginn hreyfir andmælum og afbrigðin eru því samþykkt og getur málið komið fyrir á fundinum.