151. löggjafarþing — 30. fundur
 2. desember 2020.
Frestun á skriflegum svörum.
kostnaður við þáttagerð og verktöku hjá Ríkisútvarpinu, fsp. ÁsF, 327. mál. — Þskj. 381.
upplýsingafulltrúar og samskiptastjórar, fsp. ÞorS, 289. mál. — Þskj. 322.
einstaklingar með greindan hegðunarvanda eftir heilaskaða, fsp. HKF, 71. mál. — Þskj. 71.
biðtími hjá Greiningar - og ráðgjafastöð ríkisins, fsp. AKÁ, 150. mál. — Þskj. 151.

[15:02]
Forseti (Steingrímur J. Sigfússon):

Borist hafa bréf, þar sem óskað er eftir fresti til þess að veita skrifleg svör við fyrirspurnum, frá mennta- og menningarmálaráðherra við fyrirspurn á þskj. 381, um kostnað við þáttagerð og verktöku hjá Ríkisútvarpinu, frá Ásmundi Friðrikssyni, og fyrirspurn á þskj. 322, um upplýsingafulltrúa og samskiptastjóra, frá Þorsteini Sæmundssyni; frá félags- og barnamálaráðherra varðandi fyrirspurn á þskj. 71, um einstaklinga með greindan hegðunarvanda eftir heilaskaða, frá Hönnu Katrínu Friðriksson, og fyrirspurn á þskj. 151, um biðtíma hjá Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins, frá Önnu Kolbrúnu Árnadóttur.