151. löggjafarþing — 92. fundur.
loftferðir, frh. 2. umræðu.
frv. um.- og samgn., 613. mál (skyldur flugrekenda vegna COVID-19). — Þskj. 1065, nál. m. brtt. 1325 og 1341, nál. 1344.

[15:19]
Frsm. meiri hluta um.- og samgn. (Ari Trausti Guðmundsson) (Vg):

Herra forseti. Sem framsögumaður nefndarálits í þessu máli vil ég koma eftirfarandi á framfæri: Staða sóttvarnamála og umræður um þau snúast þannig í samfélögum og hér í þingsal að ég tel rétt að kalla þetta tiltekna mál — það geri ég sem framsögumaður nefndarálits — fyrir hv. umhverfis- og samgöngunefnd milli 2. og 3. umr. eins og algengt er að gera, og ná um það samkomulagi, enda flytur nefndin málið en ekki ráðherra eins og kunnugt er. Að mínu mati er ágætur þinglegur bragur á því að ræða það einu sinni enn með eins konar framhaldsnefndarálit fyrir augum. Þá er ekki verið að stöðva umræður heldur fresta þeim tímabundið eins og þingsköp leyfa.