152. löggjafarþing — 81. fundur.
almenn hegningarlög, frh. 2. umræðu.
stjfrv., 389. mál (barnaníðsefni, hatursorðræða, mismunun o.fl.). — Þskj. 558, nál. 888.

ATKVÆÐAGREIÐSLA

[16:04]

 1. gr. samþ. með 48 shlj. atkv.

 2.–6. gr. samþ. með 48 shlj. atkv. og sögðu

  já:  ArnG,  ÁBG,  ÁslS,  ÁsmD,  BGuðm,  BirgÞ,  BjG,  BjarnB,  BLG,  DME,  EÁ,  GRÓ,  GE,  GIK,  GHaf,  HHH,  HSK,  HallM,  HKF,  HarB,  HVH,  HelgÞ,  HildS,  IÓI,  JFM,  JFF,  KJak,  KGaut,  KFrost,  LenK,  LA,  LRS,  LínS,  LE,  OH,  OPJ,  ÓBK,  SGuðm,  SPJ,  SÞÁ,  SSv,  VilÁ,  WÞÞ,  ÞorbG,  ÞKG,  ÞórP,  ÞórdG,  ÞSv.
15 þm. (ÁsF,  ÁLÞ,  BÁ,  BjarnJ,  BHar,  GÞÞ,  GuðmG,  JPJ,  JónG,  NTF,  SDG,  SIJ,  SVS,  TAT,  ÞSÆ) fjarstaddir.
1 þm. gerði svofellda grein fyrir atkvæði sínu:

[16:05]
Lenya Rún Taha Karim (P):
Bráðabirgðaútgáfa.

Frú forseti. Ég fagna öllum breytingum sem við vorum að greiða atkvæði um akkúrat núna en ég vil taka fyrir hatursorðræðuákvæðið. Eins og ég segi fagna ég öllum breytingum sem kunna að vera réttarbót og það er vissulega réttarbót hvað varðar refsiþynginguna í 1. mgr. 70. gr. Hins vegar tel ég breytinguna ekki ganga nógu langt varðandi hatursorðræðu og ég, ásamt öðrum sem brenna fyrir þessum málaflokki, hefði viljað sjá þetta ganga lengra. Við vitum að þetta lagaákvæði hefur sætt mikilli gagnrýni og tel ég það vera varasama leið að bæta við talningu þegar lagaákvæði er gagnrýnt í stað þess að horfa líka til beitingar lagaákvæðisins í framkvæmd og með hliðsjón af lögum um meðferð sakamála.



Fyrirsögn samþ. án atkvgr.

Frumvarpið gengur til 3. umr.