154. löggjafarþing — 113. fundur
 16. maí 2024.
Frestun á skriflegum svörum.
kostnaður við auglýsingagerð, kynningarmál, viðburði og ráðstefnur, fsp. BGuðm, 1012. mál. — Þskj. 1477.

[10:32]
Forseti (Oddný G. Harðardóttir):

Borist hafa bréf frá forsætisráðherra þar sem óskað er eftir fresti til þess að veita skrifleg svör við eftirfarandi fyrirspurnum: Frá Berglindi Ósk Guðmundsdóttur, á þskj. 1477, um kostnað við auglýsingagerð, kynningarmál, viðburði og ráðstefnur, á þskj. 1478, um nefndir á vegum ráðuneytisins og kostnað vegna þeirra, og á þskj. 1479, um styrki til félagasamtaka. Einnig hafa borist bréf frá umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra þar sem óskað er eftir fresti til að veita skrifleg svör við fyrirspurnum á þskj. 1532, um sölu rafmagnsbíla, og á þskj. 1538, um ávinning sjálfvirknivæðingar og gervigreindar, báðar frá Indriða Inga Stefánssyni, og á þskj. 1544, um endurskoðun reglugerðar um hollustuhætti, frá Andrési Inga Jónssyni. Þá hefur borist bréf frá utanríkisráðherra þar sem óskað er eftir fresti til að veita skriflegt svar við fyrirspurn á þskj. 1459, um Norður-Atlantshafssjávarspendýraráðið, frá Andrési Inga Jónssyni.