131. löggjafarþing — 80. fundur,  24. feb. 2005.

Afnám laga um Tækniháskóla Íslands.

398. mál
[15:17]

Anna Kristín Gunnarsdóttir (Sf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Það er alveg rétt hjá hv. þingmanni, og það kom reyndar fram í ræðu minni áðan, að við stöndum Norðurlöndunum langt að baki hvað varðar fjölda verk- og tæknifræðimenntaðra. Hins vegar er alveg ljóst að það hallar mun meira á fjölda tæknifræðimenntaðra og mín skoðun er sú, og ég tek undir með Sigurði Brynjólfssyni, deildarforseta verkfræðideildar Háskóla Íslands, að það sé farsælla að efla tæknifræðimenntunina í einum skóla til að byrja með (Gripið fram í.) en að efla verkfræðimenntunina í Háskóla Íslands. Ég tók líka fram í ræðu minni að ég tel ríkið styðja illa við Háskóla Íslands hvað það varðar.