131. löggjafarþing — 84. fundur,  7. mars 2005.

Vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum.

495. mál
[17:48]

Guðjón A. Kristjánsson (Fl) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég hef svo sem ekki miklu við það að bæta sem ég sagði fyrr en ég segi það bara hreint út að ég tel að veiðin eins og hún birtist manni réttust skráð segi okkur mikla sögu og veiðireynslan eftir hvern mann með sem líkustu sniði segi okkur sögu um það hvernig rjúpnadreifingin er um landið og hvernig veiðarnar gefa sig. Mín ráðlegging er sú að okkur sé meira virði að fá rétt skráða veiði heldur en margt annað sem menn sækjast eftir. Það aflar alla vega þeirra upplýsinga hvernig ástandið er á dreifingu rjúpunnar og hvernig veiðin fer fram eftir landsvæðum og gefur misjafnt. Ég held að það sé best að við byrjum að fá þær upplýsingar aftur með sama lagi eins og við yfirgáfum þær fyrir rjúpnaveiðibannið.