132. löggjafarþing — 66. fundur,  14. feb. 2006.

Lögreglulög og framkvæmdarvald ríkisins í héraði.

520. mál
[14:42]
Hlusta

dómsmálaráðherra (Björn Bjarnason) (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég tel að þetta byggist á þeim sjónarmiðum sem þingmaðurinn nefnir, þessar tillögur. Ef hún vill nálgast það á grundvelli tillögu sem hún hefur sjálf flutt og greinargerð sem hún hefur samið og lagt fram í þinginu, og það orðalag kemur ekki fram í þessum gögnum, segi ég: Það verður að biðja þingmanninn afsökunar á því ef hún hefur fundið upp eitthvert sjónarmið í þessu sem dugar betur en sú rannsóknarvinna hefur leitt til sem við störfum eftir hér. Ef þingmaðurinn hefur einhver slík sjónarmið væri mjög æskilegt að þau lægju (JóhS: Þetta bara svarar ekki grundvallarspurningunni.) betur fyrir.

Ég er að svara spurningunni.