133. löggjafarþing — 49. fundur,  9. des. 2006.

fjármál stjórnmálasamtaka og frambjóðenda.

435. mál
[17:10]
Hlusta

Frsm. allshn. (Guðjón Ólafur Jónsson) (F) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég vil biðjast velvirðingar á því að hafa gleymt að taka fram í framsöguræðu minni áðan að hv. þm. Kolbrún Halldórsdóttir sat fundi allsherjarnefndar sem áheyrnarfulltrúi og er samþykk áliti nefndarinnar.

Ég vil nota tækifærið og þakka henni og öðrum nefndarmönnum í allsherjarnefnd kærlega fyrir samstarfið. Nefndin hafði ekki langan tíma til að fjalla um frumvarpið en gerði það eftir bestu getu. Nefndin fékk til sín fjölda gesta og velti fyrir sér ýmsum álitaefnum. En eins og kom fram í framsöguræðu minni var ekki talin ástæða eða efni til að hrófla mikið við málinu, sem byggt var á niðurstöðum stjórnskipaðrar nefndar.