135. löggjafarþing — 12. fundur,  18. okt. 2007.

tilfærsla verkefna innan Stjórnarráðs Íslands.

130. mál
[11:06]
Hlusta

Magnús Stefánsson (F) (andsvar):

Hæstv. forseti. Það er ein smáspurning til hæstv. forsætisráðherra í tilefni af því að nú er verið að leggja til að flytja sveitarstjórnarmál til samgönguráðuneytisins, hvort það hafi komið til tals og komið til greina að breyta heiti ráðuneytisins til að lyfta sveitarstjórnarmálunum örlítið í flórunni þannig að það ráðuneyti mundi þá heita sveitarstjórnar- og samgönguráðuneyti. Við erum hér að fjalla um stjórnsýslustigið sveitarstjórnarmál og þess vegna vildi ég gjarnan heyra frá hæstv. forsætisráðherra hvort slíkt hefði verið rætt og komið til greina og hvert hans sjónarmið er til þess.