135. löggjafarþing — 93. fundur,  17. apr. 2008.

Þjóðskjalasafn Íslands.

544. mál
[21:24]
Hlusta

Forseti (Sturla Böðvarsson):

Forseti vill áður en fleiri taka til máls undir liðnum um fundarstjórn forseta vekja athygli á því að forseta sýnist nú að allvel hafi gengið að vinna í þeim málum sem hér hafa verið á dagskrá í dag. (KolH: Ekki hefur forseti verið í henni.) Auk þess sér forseti ástæðu til að geta þess að í störfum þingsins er gerð tilraun til og mikill vilji er til þess að taka tillit til aðstæðna þingmanna og ráðherra, bæði þegar dagskrá er búin til og eins þegar unnið er á henni ef svo mætti segja. Það er því ekkert sérstakt eða nýtt að forseti taki tillit til aðstæðna þingmanna sem þurfa að gegna skyldustörfum utan þinghússins hverju sinni.