135. löggjafarþing — 93. fundur,  17. apr. 2008.

Þjóðskjalasafn Íslands.

544. mál
[21:27]
Hlusta

Forseti (Sturla Böðvarsson):

Forseti vill taka fram að hv. þingmaður sem hóf hér umræðu undir liðnum um fundarstjórn forseta hafði lokið ræðu sinni. Þegar forseti tilkynnti að ekki væru fleiri á mælendaskrá gerði hv. þingmaður athugasemd og óskaði eftir því að ráðherra svaraði tilteknum fyrirspurnum og forseta finnst það fullkomlega eðlileg athugasemd. Þess vegna gerir forseti ráð fyrir því þegar umræðum um fundarstjórn forseta lýkur að þessari umræðu verði frestað þannig að þingmaðurinn geti fengið svör frá hæstv. ráðherra við þeim fyrirspurnum sem fram voru bornar.