135. löggjafarþing — 93. fundur,  17. apr. 2008.

Þjóðskjalasafn Íslands.

544. mál
[21:32]
Hlusta

Forseti (Sturla Böðvarsson):

Forseti vill nú biðja hv. þingmenn um að sýna tillitssemi. Það er mikilvægt í störfum okkar að gera það vegna þess að bæði þingmenn, eins og forseti nefndi fyrr, og ráðherrar hafa margs konar skyldum að gegna og forseti reynir hverju sinni að taka tillit til þess og hefur að sjálfsögðu orðið við óskum um að umræðunni um annað dagskrármálið verði frestað.