136. löggjafarþing — 105. fundur,  17. mars 2009.

þingmál um veiðar á hrefnu og langreyði.

[14:17]
Horfa

Guðjón A. Kristjánsson (Fl):

Hæstv. forseti. Ég taldi að við værum að ræða hér fundarstjórn forseta en ekki efni máls. En þar sem hv. þm. Katrín Júlíusdóttir fer inn með efni máls er sjálfsagt að gera grein fyrir því að Grétar Mar Jónsson, fulltrúi okkar í sjávarútvegs- og landbúnaðarnefnd, hefur gert fyrirvara um það hvernig úthlutunin eigi sér stað þó að við séum sammála veiðunum. (MÁ: Hvar kemur sá fyrirvari fram?) Hv. þm. Mörður Árnason. Þessi umræða fer væntanlega fram að þinni ósk og ég fagna því að þú skyldir hafa komið með þetta en ég ætla að ræða hér um fundarstjórn forseta undir þeim lið og gef einfaldlega þessa skýringu hér. (MÁ: Þú gerðir aldrei grein fyrir fyrirvaranum.)