137. löggjafarþing — 43. fundur,  14. júlí 2009.

aðildarumsókn að Evrópusambandinu.

38. mál
[17:53]
Horfa

Ragnheiður Ríkharðsdóttir (S) (andsvar):

Frú forseti. Hv. þm. Pétur H. Blöndal verður að eiga það við sig hvernig hann lítur á þessi mál og um nýjan sjálfstæðisflokk. Það er hans mál. Í ályktunarorðum á bls. 38 standa þau orð sem ég vísa til þegar ég tala um að utanríkismálanefnd hafi aukið aðkomu Alþingis og annarra aðila. Þar stendur, með leyfi forseta:

„Leggur meiri hlutinn því þunga áherslu á að við frekari útfærslu samningsmarkmiða verði haft náið samráð við Alþingi og hagsmunaaðila.“

Það kann að vera að hv. þm. Pétri H. Blöndal þyki þetta ekki skipta miklu máli en oft hefur verið talað um að í greinargerð séu lögskýringar löggjafans og ég leyfi mér að líta svo á að hér sé eitt slíkt á ferðinni. (PHB: Nefndarálit.)