137. löggjafarþing — 43. fundur,  14. júlí 2009.

aðildarumsókn að Evrópusambandinu.

38. mál
[20:39]
Horfa

Ásmundur Einar Daðason (Vg) (andsvar):

Frú forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrir fyrirspurnina. Hún talaði um að ég hefði fjallað um kosti og galla Evrópusambandsins, það voru nú eitthvað færri kostirnir eða eitthvað hefur þá farið fram hjá mér.

Varðandi plan B hjá Samfylkingunni held ég að þú verðir að beina þeirri spurningu til Samfylkingarinnar en ekki mín. Ég get ekki svarað fyrir hönd Samfylkingarinnar um það hvaða plan hún hefur ef við komumst ekki í Evrópusambandið. Ég get svarað fyrir mitt leyti en ekki Samfylkingarinnar.