138. löggjafarþing — 22. fundur,  10. nóv. 2009.

innflutningur dýra.

166. mál
[15:44]
Horfa

Atli Gíslason (Vg):

Frú forseti. Hér er til umfjöllunar frumvarp til laga um að veita heimild til innflutnings á djúpfrystu svínasæði að uppfylltum skilyrðum. Ég ætla ekki að hafa langt mál um þetta. Hér skiptir auðvitað mestu máli að einangrunarstöðin í Hrísey hefur verið lögð niður og svínarækt og kynbætur eru í nokkru uppnámi. Svínabændur, forvígismenn þeirra og félagsmenn, leggja þunga áherslu á að þetta mál verði afgreitt sem lög frá Alþingi sem allra fyrst og ég mun sem formaður sjávarútvegs- og landbúnaðarnefndar beita mér fyrir því og vænti góðs samstarfs við aðra nefndarmenn, að þetta mál verði helst klárað fyrir þinghlé um jól.

Aðalatriðið í mínum augum er að dýra-, heilbrigðis- og matvælaöryggi sé tryggt og það á að vera svo samkvæmt ákvæðum frumvarpsins. Við megum í þessum efnum og svo mörgum öðrum sem varða búfjárstofna á Íslandi, ekki taka neina áhættu. Reynslan sýnir það, sagan sýnir það einnig í svínaræktinni

Ég vænti þess að þetta frumvarp geti orðið sem fyrst að lögum.