138. löggjafarþing — 35. fundur,  30. nóv. 2009.

dagskrá fundarins.

[15:16]
Horfa

Eygló Harðardóttir (F):

Frú forseti. Ég biðst velvirðingar á því að hafa ekki komið strax, ég hafði að vísu ekki beðið um að fá að koma upp undir liðnum fundarstjórn forseta, en finnst það alveg sjálfsagt miðað við það sem hefur komið fram hjá fyrri hv. þingmönnum um fundarstjórn forseta og ábendingar þess efnis að það er á valdi forseta að breyta dagskránni ef forseti telur ástæðu til. Við höfum komið með margvísleg rök fyrir því af hverju ástæða er til að breyta dagskránni núna. Við viljum ítreka það að forseti endurskoði nú hug sinn og færi þessi mál fram fyrir og við frestum umræðunni um Icesave og klárum þetta þannig að við getum komið skattamálum, jafnleiðinleg og ömurleg og þau eru, inn í nefnd til að nefndarmenn geti byrjað að vinna í málunum. Og síðan hefjum við þá aftur umræðuna um Icesave. Ég ítreka því fyrri óskir hv. þingmanna.