138. löggjafarþing — 54. fundur,  19. des. 2009.

ráðstafanir í skattamálum.

239. mál
[17:26]
Horfa

Eygló Harðardóttir (F) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Stjórnarliðar koma upp í ræðustól og halda því fram að þau hlusti á almenning í landinu, að hlustað sé á þau skilaboð sem þaðan berast. Hagsmunasamtök heimilanna mættu á fund efnahags- og skattanefndar og bentu á að þessar skattahækkanir sem hér stendur til að samþykkja muni hækka lán heimilanna á næsta ári um 13.400 millj. kr. Það var enginn vilji hjá stjórnarliðum til að leita leiða til að koma í veg fyrir þessa víxlverkun. Þetta þýðir að yfir líftíma þessara lána sem heimilin eru að kikna undan munu þau hækka um allt að því 50 milljarða. Þið skuluð bara gera ykkur grein fyrir því, hv. þingmenn, hvað þið eruð að gera með þessu.