138. löggjafarþing — 71. fundur,  1. feb. 2010.

skipulagsmál og atvinnuuppbygging.

[16:03]
Horfa

umhverfisráðherra (Svandís Svavarsdóttir) (Vg):

Virðulegur forseti. Staðan var þannig í þessum málum varðandi þessar skipulagstillögur að þær voru bæði til umfjöllunar í ráðuneyti sveitarstjórnar og samgöngumála hvað varðaði þennan feril allan saman. Það er þess vegna sem ekki var hægt að ganga frá málinu í sumar og það veit fyrirspyrjandi mætavel. Ég vænti þess að málefnalegur ágreiningur sé nægur þó svo að menn þurfi ekki að afflytja hér mál, ég held að það sé óþarfi.

Hvað varðar skipulag Flóahrepps er það rétt að þar er um að ræða nýtt skipulag sem hreppurinn þarf á að halda en í ljósi meðalhófssjónarmiða, sbr. einkum 12. gr. stjórnsýslulaga, verða aðrir hlutar aðalskipulagsins staðfestir þegar sveitarstjórn hefur sent ráðuneytinu nýja uppdrætti útfærða í samræmi við framangreinda ákvörðun um að synja þeim hluta skipulagsins staðfestingar er varðar Urriðafossvirkjun.