138. löggjafarþing — 119. fundur,  7. maí 2010.

heimild til samninga um gagnaver í Reykjanesbæ.

320. mál
[12:56]
Horfa

Vigdís Hauksdóttir (F):

Virðulegi forseti. Ég segi nei við þessari breytingartillögu. Það er fyrst og fremst vegna þess að ég mótmæli vinnubrögðunum við þetta frumvarp. Hér átti að veita skattafslátt og starfstími og þessi fjárfestingarsamningur áttu að gilda til 20 ára. ESA stoppaði það því um ríkisábyrgð er að ræða, beinan ríkisstyrk, og það vill nú þannig til að svo langtíma ríkisstyrkur er bannaður samkvæmt EES-samningnum. Hér er því ESA búið að lemja til löggjafann og breyta þessu í tíu ár.