138. löggjafarþing — 135. fundur,  10. júní 2010.

gjaldþrotaskipti o.fl.

510. mál
[13:00]
Horfa

Margrét Tryggvadóttir (Hr):

Herra forseti. Þetta er ágætt mál sem er hér að verða að lögum. Nú er orðið mun huggulegra að verða gjaldþrota en það breytir því ekki að ekkert hefur verið gert til þess að leiðrétta með almennum hætti þann algjöra forsendubrest sem varð á öllum lánasamningum við hrunið, aðgerð sem kæmi í veg fyrir að fólk yrði gjaldþrota í svona stórum stíl og að hjól atvinnulífsins færu að snúast á nýjan leik.