138. löggjafarþing — 138. fundur,  12. júní 2010.

iðnaðarmálagjald.

661. mál
[16:29]
Horfa

Sigurður Kári Kristjánsson (S) (um fundarstjórn):

Frú forseti. Ég ætla ekki að lengja þessa umræðu, ég vildi bara þakka hæstv. utanríkisráðherra fyrir að taka til máls og upplýsa þingheim um að hæstv. iðnaðarráðherra hefði ekki getað verið við umræðuna um sitt eigið frumvarp af ákveðnum ástæðum. Ég tek þær útskýringar hans gildar og treysti því auðvitað að hann komi þeim sjónarmiðum sem við höfum fært hér fram á framfæri við hæstv. ráðherra, geri það af heiðarleika en rangtúlki ekki þau sjónarmið sem hér hafa komið fram. Ég treysti því og trúi að það geri hæstv. ráðherra ekki.