138. löggjafarþing — 149. fundur,  2. sept. 2010.

framhaldsfundir Alþingis.

[13:33]
Horfa

Forseti (Ásta R. Jóhannesdóttir):

Ég þakka hæstv. forsætisráðherra góðar óskir til okkar alþingismanna. Ég býð alþingismenn velkomna til starfa hér í þingsalnum þær tvær vikur sem þetta löggjafarþing verður enn að störfum. Jafnframt þakka ég þingmönnum fyrir öflugt starf frá því um miðjan ágúst á vettvangi þingnefndanna. Það starf mun skila sér í nýrri löggjöf næstu dagana.

Ég vil jafnframt nota þetta tækifæri til að óska þeim sem nú setjast á ráðherrabekk til hamingju með embætti sín og læt í ljósi þá ósk mína að farsæld fylgi störfum þeirra í framtíðinni. Enn fremur þakka ég þeim sem úr ráðherrasætum víkja fyrir gott samstarf, einkum þeim sem jafnhliða breytingunum á ríkisstjórn eiga ekki stöðu sinnar vegna lengur sæti á Alþingi.