138. löggjafarþing — 160. fundur,  14. sept. 2010.

skýrsla þingmannanefndar til að fjalla um skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis.

705. mál
[18:10]
Horfa

Pétur H. Blöndal (S) (andsvar):

Frú forseti. Við eigum ekki að vona bara að breytingin muni eigi sér stað, við eigum að vita það. Við eigum hreinlega að segja: Við vitum að Alþingi stendur í sjálfstæðisbaráttu og það mun sigra. Þá mun hv. þingmaður fá þær upplýsingar sem hann vill og þarf á því formi sem nauðsynlegt er, kannski sem trúnaðarmál, en auðvitað þurfum við að geta myndað okkur skoðun á þeim málum sem við fjöllum um þannig að við getum tekið ábyrga afstöðu. Það getur vel verið að það komi fram í svörunum að það sé ekki hægt að svara spurningum sem hv. þingmaður lagði fram. Þá er það bara þannig.

Það er mjög mikilvægt að samskiptin séu klár. Ég held að bæði framkvæmdarvaldið og Alþingi munu græða á því að skilin á milli framkvæmdarvalds og löggjafarvalds séu alveg klippt og skorin og skýr.