138. löggjafarþing — 162. fundur,  17. sept. 2010.

málshöfðun gegn ráðherrum.

706. mál
[11:53]
Horfa

Flm. (Atli Gíslason) (Vg) (andsvar):

Frú forseti. Þvert á móti, því hefur líka verið blandað saman, að það að taka þetta upp um Icesave — við tókum það upp í skýrslu okkar nákvæmlega upp úr skýrslu rannsóknarnefndarinnar. Því hefur verið haldið fram að við mundum kalla yfir okkur skaðabótaábyrgð í þessu. Ef skaðabótaábyrgð íslenska ríkisins er fyrir hendi er vopnabúr hennar að finna í skýrslu rannsóknarnefndarinnar, þar nægir gáleysið. Ef eitthvað er þá mun þessi ákæra hugsanlega létta ábyrgð af ríkinu vegna þess að húsbóndi er ekki ábyrgur fyrir refsiverða háttsemi starfsmanns síns.

Ég tók það fram í ræðu minni að það hefði verið keppikefli, a.m.k. viðskiptaráðherra, að flytja þessa reikninga. Og það var meginverkefni stjórnarformanns FME, það var ekki gert. Þetta stóð til, þetta voru yfirlýsingar sem gefnar voru.