139. löggjafarþing — 42. fundur,  6. des. 2010.

fjáraukalög 2010.

76. mál
[18:55]
Horfa

Frsm. meiri hluta fjárln. (Oddný G. Harðardóttir) (Sf) (andsvar):

Virðulegur forseti. Það er nú svo að ríkissjóður hefur borgað af þessum skuldbindingum alveg frá árinu 2008 til að forða því að þær færu í vanskil. Með þeirri breytingu að færa þetta yfir í efnahagsreikning fara afborganirnar þar í gegn en vextirnir í gegnum rekstrarreikning eins og á við um önnur lán.

Varðandi útreikninginn fyrir Íbúðalánasjóð er mér ekki kunnugt um að honum sé lokið og þá geri ég ráð fyrir að hv. þingmaður hafi átt við útreikning vegna úrræða við skuldavanda heimilanna. Um leið og sá útreikningur verður ljós og skýrara verður hvernig fara á með vaxtabæturnar verður um það fjallað í hv. fjárlaganefnd.