139. löggjafarþing — 49. fundur,  15. des. 2010.

mannvirki.

78. mál
[11:14]
Horfa

Mörður Árnason (Sf):

Forseti. Það hefur í átta ár verið uppi sú stefna að gera úr tveimur stofnunum, sem nú eru við lýði, aðrar tvær stofnanir, annars vegar Skipulagsstofnun og hins vegar Mannvirkjastofnun. Það kemur mér á óvart að hluti þingheims skuli vilja flytja verkefni sem Mannvirkjastofnun hin nýja á að fást við, svo sem eins og brunavarnir, yfir í eitthvað annað sem er tilfallandi. Síðast nefndi hv. þm. Unnur Brá Konráðsdóttir Þjóðskrá sem gott vistheimili fyrir brunavarnir í landinu. Mér finnst ekki hægt að taka mark á svona málflutningi, enda kom hann ekki fram í 3. umr. um mannvirkjafrumvarpið í gær. Ég segi já.