139. löggjafarþing — 50. fundur,  16. des. 2010.

fjárlög 2011.

1. mál
[13:13]
Horfa

Höskuldur Þórhallsson (F):

Virðulegi forseti. Hæstv. fjármálaráðherra kom áðan og taldi ríkisstjórninni það til tekna að frumjöfnuður væri jákvæður. Það er vissulega rétt en það gefur algjörlega skakka mynd af því sem við stöndum frammi fyrir. Hann minntist ekki á að heildarjöfnuðurinn eða hallinn er um 37 milljarðar kr. fyrir næsta ár. Hann minntist heldur ekki á að samkvæmt áætlun ríkisstjórnarinnar og AGS átti hagvöxtur á næsta ári að vera um 4,4%.

Hver er niðurstaðan? Í besta falli verður hann 1,9%. Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins spáir að hann verði um 0,7%. Í rauninni er allt hér á niðurleið. Hagkerfið er að kólna og ríkisstjórnin nær ekki tökum á ríkisfjármálunum. (Forseti hringir.) Ég ber virðingu fyrir þeim þingmönnum sem hafa setið hjá (Forseti hringir.) í stjórnarmeirihlutanum. Þeir gerðu það í Icesave með góðum árangri og ég skil vel afstöðu þeirra hér í dag.