139. löggjafarþing — 55. fundur,  18. des. 2010.

sjúkratryggingar.

191. mál
[14:18]
Horfa

Guðlaugur Þór Þórðarson (S) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Við erum með mál sem gengur út á það að gefa hæstv. ráðherra aftur frest til að klára lögbundið verkefni en það sem eftir er að gera er að skipta upp verkefnum milli Tryggingastofnunar ríkisins og Sjúkratrygginga og færa starfsmenn frá Landspítala og Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins og heilbrigðisráðuneyti í Sjúkratryggingar þannig að við getum náð fram betri árangri í heilbrigðisþjónustunni.

Einhverjir hafa sagt að þetta kallaði á aukinn kostnað. Það er misskilningur. Einhverjir hafa sagt að þessi hugmyndafræði, að vanda vel til verka, sé gjaldþrota og það er sömuleiðis mikill misskilningur. Sem betur fer náðum við því fram að stytta frestinn úr þremur árum í eitt ár. Það er einu ári of langur tími en í nafni samstöðu, góðvildar og gleðilegra jóla gerðum við það, virðulegi forseti. En við sitjum hins vegar hjá, sjálfstæðismenn, við þessa atkvæðagreiðslu. (Gripið fram í: Nú?)