139. löggjafarþing — 76. fundur,  22. feb. 2011.

lögreglulög.

405. mál
[15:12]
Horfa

innanríkisráðherra (Ögmundur Jónasson) (Vg) (um atkvæðagreiðslu):

Hæstv. forseti. Þetta frumvarp, sem verður senn að lögum og hefði betur orðið það fyrr, var vel unnið þegar það kom inn í þingið í desember. Um það var full samstaða. Innan ráðuneytisins höfðu menn ekki fundið á því nokkra hnökra. Landssamband lögreglumanna var því hlynnt, lögreglan var því hlynnt, [Kliður og hlátur í þingsal.] Lögregluskólinn eða þeir sem standa að honum voru málinu hlynntir. Það var aðeins einn alþingismaður sem lagðist gegn málinu og hann talaði hér á undan mér.