139. löggjafarþing — 110. fundur,  12. apr. 2011.

sveitarstjórnarlög.

726. mál
[20:37]
Horfa

Pétur H. Blöndal (S) (andsvar):

Frú forseti. Þetta er allt gott og fallegt. En svo kemur að framkvæmdinni og þá fara menn að tala um einkaframkvæmd, einka-þetta og einka-hitt. Ég vil spyrja hæstv. ráðherra: Hvernig lýst honum á það þegar sveitarfélögin byggja heilu fótboltavellina yfirbyggða, sem kosta óhemjufé, milljarða stykkið, og hvergi kemur fram að þau skuldi þetta? Þetta getur valdið búsifjum til fjölda ára með leigugjöldum sem sveitarfélagið er skuldbundið til að greiða.

Ég vil spyrja hæstv. ráðherra um útvistun verkefna þar sem farið er fram hjá þeim reglum sem við setjum hér og eru í síauknum mæli, finnst mér, að ná yfirhöndinni. Þar er verið er að fela skattbyrði þeirra sem búa í sveitarfélaginu til framtíðar, skattbyrði á börnin okkar.