139. löggjafarþing — 113. fundur,  15. apr. 2011.

fjölmiðlar.

198. mál
[11:26]
Horfa

Ragnheiður Ríkharðsdóttir (S) (um atkvæðagreiðslu):

Frú forseti. Meiri hluti menntamálanefndar leggur til þrjár breytingartillögur. Ein þeirra er viðbrögð við minnihlutaáliti fulltrúa Sjálfstæðisflokksins í menntamálanefnd um að í frumvarpinu væri ritstjórnarlegt sjálfstæði eingöngu táknrænt ef ekki kæmu á móti viðurlög við því ef það væri ekki virt. Við fögnum því að hv. menntamálanefnd og meiri hluti hennar skuli með þessum hætti breyta því til betri vegar.

Eins og ég hef áður sagt eru flestar breytingartillögurnar sem gerðar hafa verið á þessu frumvarpi til hins betra. Það er enn sama niðurstaða af minni hálfu um að ekki er tekið á þeim meginþáttum sem hefði þurft að taka á í heildarrammalöggjöf um fjölmiðla. Ég mun því sitja hjá við breytingartillögurnar en greiða atkvæði gegn þessu frumvarpi í heild sinni.