139. löggjafarþing — 114. fundur,  2. maí 2011.

Vaðlaheiðargöng.

655. mál
[15:43]
Horfa

Ragnheiður Ríkharðsdóttir (S):

Frú forseti. Það er ekki oft sem sá þingmaður sem hér stendur og hæstv. innanríkisráðherra eru sammála en það gerist nú. Ég fagna því svari hæstv. innanríkisráðherra að ekki eigi að verða ókeypis í Vaðlaheiðargöng verði Víkurskarð ekki rutt. Ég bendi á að í þau göng sem nú eru hefur alltaf verið greitt. Vegagerðin hefur að jafnaði reynt að halda Hvalfirðinum opnum. Ef Vegagerðin treystir sér til að gefa frítt í Vaðlaheiðargöng, af því að hún treystir sér ekki til að ryðja Víkurskarð, hlyti því sami háttur að vera hafður á um Hvalfjörðinn. Þá færi nú að minnka í ríkisbuddu hæstv. fjármálaráðherra.