139. löggjafarþing — 131. fundur,  20. maí 2011.

fundarstjórn.

[11:11]
Horfa

Lilja Mósesdóttir (U):

Frú forseti. Hv. þm. Björn Valur Gíslason kom hér upp og talaði um þingflokk sem ég kannast ekki við að sé á þingi, þingflokk fjarstaddra. Ég mælist til þess að hv. þingmaður komi hingað og útskýri hvað hann á við með þessu og jafnframt hvort hann sé að bera níð í fjölmiðla sem meðal annars birtist á Eyjunni nýlega um að ákveðnir þingmenn, þrír þingmenn sem hér sitja, séu ekki við umræður í þinginu. Er sú sögusögn komin frá hv. þm. Birni Vali Gíslasyni?