139. löggjafarþing — 135. fundur,  30. maí 2011.

stjórn fiskveiða.

826. mál
[20:45]
Horfa

Tryggvi Þór Herbertsson (S) (um fundarstjórn):

Virðulegi forseti. Ég vil taka undir með hv. þm. Ólöfu Nordal og lýsa furðu minni á málflutningi hv. þm. Helga Hjörvars. Fyrir mig er það engin sérstök hótun að sumarþing verði ef við náum að koma einhverju viti í þau mál sem eru til umræðu til gagns fyrir þjóðina. Eins og málin eru núna eru þau vanbúin og vanreifuð og sá vanbúnaður kallar á mikla efnislega umræðu. Þessi mikla efnislega umræða ætti ef að líkum lætur að leiða til þess að málin batni og verði ekki jafnmikil ógn við þjóðarhag eins og þau eru útbúin í dag.