139. löggjafarþing — 135. fundur,  30. maí 2011.

stjórn fiskveiða.

826. mál
[21:36]
Horfa

sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra (Jón Bjarnason) (Vg) (andsvar):

Frú forseti. Ég held að hv. þingmaður mikli of mikið fyrir sér það regluverk sem þarf að vera í kringum sjávarútveginn og framkvæmd á þeirri stefnu sem lögð er áhersla á þar. Ég árétta aftur undirtektir mínar við byggðasjónarmið hv. þingmanns og tel að þar sé mjög mikill samhljómur við þá stefnu sem ríkisstjórnin leggur fram. Mér finnst áherslan á strandveiðar líka góð og það að við leggjum sameiginlega áherslu á að tryggja óumdeild yfirráð íslensku þjóðarinnar yfir nytjastofnunum á Íslandsmiðum og ráðstöfun þeirra. Það er grundvallaratriðið í þessu. Hitt er svo útfærsla.

Að öðru leyti ætla ég ekki að fara í frumvarp hv. þingmanns. Það má fara ýmsum orðum um það en meginstefin þarna um óskoruð yfirráð þjóðarinnar (Forseti hringir.) eru grundvallaratriði í þeim breytingum sem við erum nú að vinna að í fiskveiðistjórnarkerfinu.