139. löggjafarþing — 135. fundur,  30. maí 2011.

stjórn fiskveiða.

826. mál
[21:58]
Horfa

Ólína Þorvarðardóttir (Sf) (um fundarstjórn):

Frú forseti. Ég vil alls ekki gera lítið úr mikilvægi og heilagleika tjáningarfrelsisins, enda er ekki hægt að þræta fyrir það að sú umræða sem hv. þm. Þór Saari tók hér upp er vissulega skyld umræðuefninu. Það kann að vera að ég noti þá tækifæri síðar í kvöld eða nótt og mæli fyrir frumvarpi, einhverju sem mér liggur mjög á hjarta.

Ég vil samhengisins vegna segja, af því að farin eru að koma upp atvik hér í þinginu sem virkilega er tekið fast á ef þingmenn bregða út af umræðuefni og ræður þingmanna truflaðar þegar forseti heldur að þeir séu að bregða út af umræðuefni, að þetta var sannarlega afrek hjá hv. þm. Þór Saari. Ég tek tekið undir það. Ég óska honum til hamingju með að fá að mæla tvisvar fyrir því frumvarpi hér á þessum vettvangi.