139. löggjafarþing — 147. fundur,  9. júní 2011.

staða, stjórn og starfshættir þjóðkirkjunnar.

555. mál
[19:53]
Horfa

Frsm. allshn. (Róbert Marshall) (Sf) (andsvar):

Virðulegur forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrir fyrirspurnina. Þetta er vissulega tímabundin ráðstöfun sem við erum að grípa hér til. Á mörgum sviðum samfélagsins er verið að skera niður, draga saman seglin og endurskipuleggja og það er það sem þjóðkirkjan er að gera í þessu tiltekna máli. Það er eðlilegt að koma til móts við þær tillögur sem hún kemur með í því skyni að spara fjármuni.

Hvað varðar tillögur mannréttindaráðs Reykjavíkurborgar í málefnum kirkjunnar hef ég ekki kynnt mér þær til hlítar. Ég hef hins vegar verið tiltölulega sáttur við það hvernig á þessum málum hefur verið haldið í gegnum árin og áratugina, verið sáttur við aðkomu kirkjunnar að skólastarfi og tómstundastarfi barna og ekki séð neina ástæðu til að breyta því.