140. löggjafarþing — 35. fundur,  13. des. 2011.

ráðstafanir í ríkisfjármálum.

195. mál
[21:30]
Horfa

Magnús Orri Schram (Sf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég vil bara þakka hv. þingmanni fyrir hennar forgöngu í þessu máli í velferðarnefnd.

Ég lýsti skoðun minni áðan. Ég er alls ekki þeirrar skoðunar að þetta sé vond hugmynd. Þvert á móti held ég að þetta sé mjög fýsileg hugmynd og allrar athygli verð án þess að ég hafi svo mikið kynnt mér þær umsagnir sem velferðarnefnd hefur borist.

Eins og málið hefur verið teiknað upp fyrir mig og af umfjöllun í efnahags- og viðskiptanefnd tel ég það mjög athyglivert og beri að skoða. Við virðulegir þingmenn höfum ekki heykst á því að láta pólitískar skoðanir okkar í anda jafnaðarmanna, í anda vinstri manna svo að ég tali fyrir hv. þingmann sem var í andsvari, birtast í skattstefnu okkar og við ætlum heldur ekki að víkja frá því hvað þetta mál snertir.