140. löggjafarþing — 95. fundur,  4. maí 2012.

heiðurslaun listamanna.

719. mál
[15:38]
Horfa

Mörður Árnason (Sf) (andsvar):

Forseti. Ég þakka svörin. Þá er komin ábending um þetta til nefndarinnar í þessari umræðu. Ég held að það sé skynsamlegra að hafa í þessu meira svigrúm, 25–40 sagði ég áðan. Það er matskennt, það er auðvitað ekkert annað en eitthvert skynmat hvað þeir eiga að vera margir en ég legg að minnsta kosti til að þeir verði ekki færri en svo að ekki þurfi að fleygja mönnum út af listanum með valdi um næstu áramót.