140. löggjafarþing — 99. fundur,  15. maí 2012.

ákvörðun EES-nefndarinnar nr. 67/2011 um breytingu á II. og IV. viðauka við EES-samninginn.

353. mál
[23:50]
Horfa

Frsm. utanrmn. (Árni Þór Sigurðsson) (Vg):

Frú forseti. Ég geri grein fyrir nefndaráliti sem er að finna á þskj. 1270 um mál með því númeri sem hæstv. forseti hefur gert grein fyrir, en markmið þessarar tilskipunar fjallar um orkumál og tæknilegar reglugerðir, staðla, prófanir og vottun. Markmið með þessari tilskipun er að tryggja frjálst flæði vöru sem meðal annars er hönnuð með betri orkunýtingu í huga svo að draga megi úr orkunotkun og losun gróðurhúsalofttegunda. Tilskipunin var innleidd í íslenskan rétt með lögum nr. 42/2009, um visthönnun vöru sem notar orku, en hér er um að ræða uppfærslu á umræddum reglugerðum.

Utanríkismálanefnd hefur fjallað um málið og leggur til að tillagan verði samþykkt. Allir hv. þingmenn sem sæti eiga í utanríkismálanefnd leggja það til og skrifa undir nefndarálit. Framsögumaður nefndarinnar í málinu er sá sem hér stendur, formaður nefndarinnar, Árni Þór Sigurðsson, og leyfi ég mér að leggja til að tillagan verði samþykkt.