140. löggjafarþing — 105. fundur,  22. maí 2012.

innheimtulög.

779. mál
[18:13]
Horfa

Frsm. efh.- og viðskn. (Helgi Hjörvar) (Sf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Þetta eru þarfar og góðar ábendingar hjá hv. þm. Guðlaugi Þór Þórðarsyni og sjálfsagt mál að vísa frumvarpinu til umsagnar hjá hv. allsherjar- og menntamálanefnd og mikilvægt að vanda vel til verka og einmitt þess vegna hefur verið lögð áhersla á mikið og gott samstarf við réttarfarsnefnd sem skipuð er öllum okkar helstu sérfræðingum í lögum og rétti og hafa aðstoðað við að skerpa á gildandi rétti. Ég tel að það sé sjónarmið okkar í þinginu að þetta sé gildandi réttur og þær vörslusviptingar sem farið hafa fram með öðrum hætti hafi í raun og veru verið í andstöðu við gildandi rétt en hér séu tekin af öll tvímæli.