140. löggjafarþing — 106. fundur,  24. maí 2012.

samþykkt rammasamnings milli ríkisstjórnar Íslands og framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins.

373. mál
[19:54]
Horfa

Gunnar Bragi Sveinsson (F) (andsvar):

Virðulegur forseti. Ég hvet þingmenn til að kynna sér efnið í áðurnefndum bæklingi en á bls. 9 segir í lauslegri þýðingu:

Í fyrsta lagi er mikilvægt að átta sig á því að samningaviðræður geta verið misvísandi eða villandi orðalag yfir það ferli sem er í gangi sem lýtur að aðstæðum, tímasetningum og því hvernig ríkinu sem samningaviðræðurnar eiga við gengur að innleiða þær reglur sem Evrópusambandið ætlast til.

Frú forseti. Það er ekki hægt að túlka þetta á neinn annan hátt en að hér sé um aðlögun að Evrópusambandinu að ræða þegar Evrópusambandið sjálft varar við því að menn noti orðið samningaviðræður því að það eigi ekki við.