140. löggjafarþing — 107. fundur,  25. maí 2012.

heimild til að fjármagna gerð jarðganga undir Vaðlaheiði.

718. mál
[17:22]
Horfa

Mörður Árnason (Sf) (um fundarstjórn):

Forseti. Ég kem hér til að taka undir með hv. þm. Pétri H. Blöndal. Ég var sjálfur undrandi á því þegar ég frétti að í dag yrði ekki haldið áfram þeirri umræðu sem hér stóð af fullum þunga og kappi í gær (Gripið fram í.) og hefði verið eðlilegt að halda áfram í dag og við tókum þátt í báðir, ég og hv. þm. Pétur Blöndal, með miklum krafti. Í staðinn er tekið hér mál sem klárlega er í ágreiningi. Það er að vísu þvert á flokka aldrei þessu vant og er auðvitað líflegra þess vegna. Síðan er því ætlað að taka heilan dag í umræðu eða hvað það var. Ég tel að við eigum að fá að ganga til þeirrar dagskrár sem eðlileg var í þessu. Það er ljóst að þessu lýkur ekki fyrir kvöldmat og kannski ekki fyrir miðnætti þannig að best fyrir störf þingsins væri að fresta þessu máli sem ekki liggur mikið á og taka fyrir önnur sem fremur eru áríðandi en þetta.